Beint í efni

Lög íslenska Flugstéttafélagsins

1. grein

Nafn félagsins er: ,,Íslenska flugstéttafélagið” skammstafað ÍFF.
Heimili og varnarþing þess skal vera í Reykjavík. Félagsvæði þess er allt Ísland.

C. Hefur undirritað ráðningarsamning við viðsemjenda ÍFF.

Umsóknum um aðild að ÍFF skal skila til skrifstofu félagsins annaðhvort rafrænt eða með skriflegum hætti. Miðstjórn ÍFF fer yfir umsóknir til samþykktar á stjórnarfundi.

Þeir verða sjálfkrafa félagsmenn sem ráðnir hafa verið til starfa hjá viðsemjanda ÍFF með gildan kjarasamning við félagið og uppfylla skilyrði 3. gr. þessara laga. Rísi upp ágreiningur um inntökubeiðni, úrskurðar allsherjarfélagsfundur.

Aukafélagar skulu hafa fullt málfrelsi og tillögurétt um málefni félagsins á félagsfundum, en hafa hvorki atkvæðisrétt né eru kjörgengir til starfa í stjórn, miðstjórn eða lögboðnum fastanefndum.

Miðstjórn ÍFF getur veitt undanþágu frá skilyrðum 1. mgr.

Félagsmanni ÍFF sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir flugrekanda, sbr. undanþáguheimild 9. gr. þessara laga, er óheimilt að sitja fundi ÍFF þar sem kjara- og hagsmunamál eru á dagskrá.

Úrskurðum stjórnar ÍFF má skjóta til allsherjarfélagsfundar, sem hefur endanlegt úrskurðarvald og er sá úrskurður bindandi fyrir alla félagsmenn.

Í félaginu starfa tvær sjálfstætt starfandi stjórnir. Stjórn flugmanna annars vegar og stjórn öryggisliða hins vegar.

Fara þessar stjórnir hvor um sig með öll mál sinna stétta innan ÍFF. Hvora stjórn skipa þrír aðalmenn og einn til vara. Hlutverkaskipan skal vera eftirfarandi: Formaður, varaformaður, stjórnarmaður og varamaður. Kosið er til tveggja ára til beggja stjórna á aðalfundi af viðeigandi stétt. Annað árið skal kosinn formaður og sá er næst flest atkvæði hlýtur, verður þá sjálfkrafa varaformaður. Hitt árið skal kosinn stjórnarmaður og sá sem næst flest atkvæði hlýtur verður sjálfkrafa varamaður stjórnar. Komi til þess að formaður stjórnar segi sig frá störfum sínum eða hættir í stéttarfélaginu, tekur varaformaður stöðu formanns þar til að lokinni kosningu á aðalfundi eða aukaaðalfundi. Um aðrar stöður gildir 20. gr. þessara laga.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar er mættur. Varamenn skal boða á stjórnarfundi. Þeir skulu hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt, nema þeir taki sæti aðalmanns. Formaður sinnar stjórnar kveður til funda og stjórnar þeim. Hann undirritar gerðabækur stjórnar og gætir þess að allir stjórnarmenn sinni skyldum sínum. Hann hefur umsjón með starfsemi sinnar stjórnar og eftirlit með því að farið sé eftir lögum og reglum félagsins auk undirritaðra kjarasamninga.

Varaformaður gegnir öllum störfum formanns í forföllum hans.

Ritari heldur gerðabækur sinnar stjórnar og ber ábyrgð á fundargerðum. Hann undirritar gerðabækur stjórnar ásamt formanni.

Ritari skal halda til haga í sérstakri bók, gildandi fundarsamþykktum.

Stjórnir leggja mat á samninga áður en þeir eru bornir undir atkvæði og undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun ef til þess kemur. Formaður stjórnar getur óskað eftir aðkomu miðstjórnar við forseta hennar.

Þegar mikilvæg mál liggja fyrir og stjórnin telur of tafsamt að boða til félagsfundar, skal formaður kalla saman trúnaðarráð og bera málið þar upp til úrlausnar.

Allir meðlimir í stjórnum á vegum ÍFF skulu halda trúnað um allar þær upplýsingar sem þeir nálgast við störf sín fyrir félagið og undirrita samning þess efnis.

Miðstjórn félagsins skipa níu aðalmenn, sem kosnir eru sérstaklega á aðalfundi til tveggja ára. Forseti miðstjórnar skal kosinn sama ár og stjórnarmenn stétta, og skal sá sem næst flest atkvæði hlýtur verða varaforseti, sbr. fyrirkomulagið í 16. gr.. Hitt árið skal kosinn stjórnarmaður.

Varamenn stjórna eru varamenn miðstjórnar.

Miðstjórn fer með öll mál er heyra ekki undir stjórn flugmanna og stjórn öryggisliða.

Miðstjórn skipar sjálf með sér verkum. Hlutverkaskipan miðstjórnar skal vera eftirfarandi: Forseti, varaforseti, ritari, gjaldkeri og stjórnarmenn. Gjaldkeri miðstjórnar auk framkvæmdastjóra ÍFF fara með prófkúru félagsins og tilkynnist hún til fyrirtækjaskráar.

Miðstjórnarfundir eru lögmætir ef að lágmarki sjö kjörnir fulltrúar mæta þ.e. miðstjórnarmenn, stjórnarmenn, varamenn í fjarveru stjórnarmanna.

Forseti miðstjórnar kveður til funda og stjórnar þeim. Hann undirritar gerðabækur miðstjórnar og gætir þess að allir miðstjórnarmenn sinni skyldum sínum. Hann hefur umsjón með starfsemi félagsins og eftirlit með því að lögum og reglum þess sé fylgt í hvívetna. Miðstjórn fundar að lágmarki 4 sinnum á ári.

Varaforseti gegnir öllum störfum forseta í forföllum hans.

Ritari heldur gerðabækur sinnar stjórnar og ber ábyrgð á fundargerðum. Hann undirritar gerðabækur sjórnar ásamt forseta.

Ritari skal halda til haga gildandi fundarsamþykktum í sérstakri bók.

Forseti miðstjórnar getur kallað saman miðstjórn þegar þurfa þykir og ekki eru tök á að ná saman félagsfundi, og ræður einfaldur meirihluti úrslitum í slíkum málum.

Hlutverk miðstjórnar er auk ofanritaðs að móta stefnu félagsins í mikilsverðum málum.

Allir meðlimir í stjórnum á vegum ÍFF skulu halda trúnað um allar þær upplýsingar sem þeir nálgast við störf sín fyrir félagið.

Allir meðlimir í ráðum og nefndum á vegum ÍFF skulu halda trúnað um allar þær upplýsingar sem þeir nálgast við störf sín fyrir félagið.

Samstarfsnefndir stéttanna er skipaðar hvor af sinni stjórn. Skal að lágmarki einn stjórnarmaður taka sæti í samstarfsnefnd.

Hlutverk samstarfsnefnda er að annast eftirfylgni með kjarasamningum viðkomandi viðsemjenda og að útfæra ýmsa smærri kjaraþætti auk þess að leiða til lykta ágreiningsefni sem upp kunna að koma við framkvæmd viðkomandi kjarasamnings á samningstímanum. Einnig er henni heimilt að fjalla um undanþágur á ákvæðum kjarasamnings á samningstímanum. Allar undanþágur á ákvæðum kjarasamnings eru háðar samþykki samstarfsnefndar viðkomandi stéttar innan ÍFF. Komi upp ágreiningsmál eða óskir um undanþágur frá ákvæðum kjarasamnings, er gætu varðað hagsmuni hinnar stéttarinnar innan ÍFF, skal bera það undir miðstjórn.

Samninganefndir

Samstarfsnefnd og stjórn hvorrar stéttar skipa sína eigin samninganefnd og formann hennar sem fara mun með umboð til kjaraviðræðna fyrir viðkomandi stétt hverju sinni. Nefndin skal að hámarki skipuð 7 einstaklingum. Skirflegt umboð með nöfnum samninganefndarmanna skal liggja fyrir eigi síðar en 14 vikum áður en samningar eru lausir og skal það undirritað af stjórn viðkomandi stéttar. Umboð samninganefndarmanna fellur niður þegar aðalkjarasamningar og tengdir sérkjarasamningar hafa verið samþykktir.

Samninganefnd kemur fram fyrir hönd félagsins við gerð kjarasamninga. Samninganefnd hefur meðal annars umboð til þess að setja fram kröfugerð viðkomandi stéttar, gera áætlun um skipulag viðræðna við endurnýjun kjarasamninga, gera tillögur að samningum, taka þátt í samningaviðræðum og slíta þeim, óska milligöngu sáttasemjara um samningaumleitanir og undirrita kjarasamninga.

Öryggisnefnd skal skipuð af stjórnum beggja stétta félagsins til tveggja ára og skal því lokið eigi síðar en tveimur mánuðum eftir viðeigandi aðalfund. Tilgangur Öryggisnefndar ÍFF er að vinna að bættu flugöryggi, sjá til þess að vinnuumhverfi sé öruggt og að heilbrigði félagsmanna sé gætt á öllum stundum.

Í nefndinni sitja tveir flugmenn og 2 flugliðar, skipaðir af stjórnum flugmanna og flugliða, sem kjósa sér formann af skipuðum aðilum. Nefndin skal hittast þegar þörf krefur og fjalla um þau mál sem borist hafa á borð nefndarinnar. Nefndin starfar bæði sjálfstætt sem og í nánu samstarfi við stjórnir ÍFF og öryggisfulltrúa viðsemjanda ÍFF.

Hótelnefnd er skipuð af stjórnum beggja stétta til þriggja ára í senn og skal því lokið eigi síðar en tveimur mánuðum eftir viðeigandi aðalfund. Í nefndinni skulu sitja tveir aðalmenn að lágmarki, einn úr hvorri stétt. Hlutverk hótelnefndar er að sjá um kjarasamningsvarinn rétt félagsmanna sem og að reglugerðum sé fylgt eftir í hvívetna.

Orlofshúsanefnd er skipuð af stjórnum beggja stétta til þriggja ára í senn og skal því lokið eigi síðar en tveimur mánuðum eftir viðeigandi aðalfund. Nefndin er skipuð fjórum félagsmönnum að lágmarki, tveimur úr hvorri stétt. Nefndin velur sér sjálf formann af skipuðum aðilum. Samþykktir og reikningar orlofshúsanefndar skulu samþykktar á aðalfundi ÍFF og fylgja með lögum félagins.

Alþjóðanefnd er skipuð af stjórnum beggja stétta til þriggja ára í senn og skal því lokið eigi síðar en tveimur mánuðum eftir viðeigandi aðalfund. Í nefndinni skulu sitja tveir aðalmenn einn úr hvorri stétt og tveir varamenn einn úr hvorri stétt. Hlutverk alþjóðanefndar er að sjá um samskipti ÍFF við alþjóðasamtök samstarfsstétta félagsins.

Laganefnd

Laganefnd hefur það hlutverk að yfirfara lög félagsins fyrir hvern aðalfund og leggja fram og kynna nauðsynlegar breytingar á þeim. Laganefnd ÍFF starfar samkvæmt lögum ÍFF.

Laganefnd er stjórn ÍFF til ráðgjafar um lög og reglugerðir félagsins. Nefndin fer yfir tillögur sem berast fyrir aðalfund og metur hvort þær séu rétt fram settar og uppfylli kröfur til afgreiðslu og kosningar.

Nefndin skal skipuð að minnsta kosti 3 einstaklingum, sem stjórn ÍFF tilnefnir. Skal að minnsta kosti einn þeirra vera löglærður. Formaður boðar til funda og stýrir þeim. Skrifstofa ÍFF annast útsendingu fundarboðs með dagskrá og heldur fundargerð sem hún sendir afrit af til nefndarmanna og framkvæmdastjóra ÍFF.

Trúnaðarráð

Trúnaðarráð skal skipað á eftirfarandi hátt fyrir hvora stétt félagsins:

1. Aðalmönnum stjórnar viðkomandi stéttar og skulu varamenn þeirra fara með atkvæði stjórnarmanna í forföllum þeirra..

    2. Einum fulltrúa fyrir hverja byrjaða 25 félagsmenn og skal miðast við 1. janúar ár hvert.

    Heimilt er kjörnum trúnaðarráðsmanni sem ekki getur setið fund, að fela öðrum kjörnum trúnaðarráðsmanni að fara með atkvæði sitt, enda sé umboðið stílað á nafn viðkomandi. Trúnaðarráðsmanni er eingöngu heimilt að fara með umboð eins annars aðila hverju sinni.

    Kosning í trúnaðarráð

    Trúnaðarráð

    Formenn stjórna ÍFF skulu vera formenn trúnaðarráðs sinnar stéttar. Einungis fullgildir félagsmenn ÍFF geta setið í trúnaðarráði.

    Formaður kveður trúnaðarráð til fundar með þeim hætti er hann telur heppilegast. Einnig telst fundarboðun lögleg standi meira en þriðjungur trúnaðarráðsfulltrúa að henni. Lögmætir eru fundir ráðsins sé meira en helmingur þess mættur, þar af meirihluti stjórnar.

    Við atkvæðagreiðslu í ráðinu ræður meirihluti atkvæða. Ákvarðanir sem ráðið tekur skulu vera jafngildar og teknar hefðu verið á félagsfundi. Til að hnekkja ákvörðunum trúnaðarráðs þarf meirihlutasamþykkt félagsfundar.

    Trúnaðarráð gætir hagsmuna og öryggis félagsmanna vegna starfs þeirra og skal sjá um að samningar félagsins við vinnuveitendur séu virtir, svo og starfsreglur (OM-A).

    Láti félagsmenn af störfum sem fulltrúar í trúnaðarráði, starfsráði eða sem skoðunarmenn reikninga, skal trúnaðarráð kjósa nýja menn í þeirra stað til næsta aðalfundar. Láti félagsmenn af störfum sem fulltrúar í stjórn skal varamaður færður upp og trúnaðarráð kjósa nýjan í varamannssæti til næsta aðalfundar.

    Aðalfundur skal boðaður, með dagskrá, með minnst fjórtán daga fyrirvara og er hann lögmætur ef löglega er til hans boðað, og minnst 10% félagsmenna mæta og meirihluti miðstjórnar. Sé löglega boðaður aðalfundur ólögmætur vegna ónógrar þátttöku félagsmanna skoðast næsti löglega boðaður aðalfundur lögmætur óháð mætingarhlutfalli félagsmanna.

    Þeir sem gefa kost á sér til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er til á aðalfundi, skulu tilkynna kjörstjórn skriflega/rafrænt um framboð sitt tíu sólarhringum fyrir útgefna dags- og tímasetningu aðalfundar.

    Allsherjarfélagsfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Allherjarfélagsfundir skulu haldnir þegar miðstjórn félagsins álítur þess þörf eða minnst 15% fullgildra félagsmanna óska þess skriflega við miðstjórn og skal þá miðstjórn boða til fundar hið fyrsta. Allsherjarfélagsfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað, sbr. 29. gr.

    Félagsfundur stétta fer með æðsta vald í málefnum starfsstétta á milli aðalfunda.

    Félagsfundir skulu haldnir þegar stjórn viðkomandi stétta álítur þess þörf eða minnst 15% fullgildra félagsmanna í viðkomandi stétt óska þess skriflega við stjórn og skal þá stjórn boða til fundar hið fyrsta. Félagsfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað, sbr. 29. gr. þessara laga.

    Allsherjarfélagsfundum og félagsfundum, stjórnar fundarstjóri sem fundurinn kýs og kveður hann sér fundarritara. Einnig skal hann tilnefna tvo félagsmenn sem sjá svo um að með umboð og atkvæði sé farið samkvæmt félagslögum og skal kjörskrá liggja frammi í upphafi fundar. Fundarstjóri sker úr öllu sem snertir lögmæti fundarins samkvæmt ákvæðum félagslaganna, stjórnar umræðum og meðferð mála á fundum og atkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur skulu jafnan vera leynilegar.

    Allsherjarfélagsfundi og félagsfundi stétta skal boða með rafpósti eða bréflega, með dagskrá, og þannig að fundarboð hafi borist viðtakanda að lágmarki tveimur dögum fyrir fund. Þetta á þó ekki við um aðalfund sem skal boðaður samkvæmt 24. gr.

    Heimilt er að boða til funda með auglýsingum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, símleiðis eða með rafpósti, sé að mati miðstjórnar/stjórnar, nauðsynleg svo skyndileg fundarboðun að öðru verði ekki viðkomið.

    Miðstjórn félagsins skal fela kjörstjórn að halda skrá yfir alla félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa í sérstaka kjörskrá. Kjörskrá skal liggja frammi eigi síðar en viku fyrir aðalfund, annars samdægurs. Kærufrestur kjörskrár er til kl 12:00 á kjördegi.

    Kosningar á aðalfundi mega vera með rafrænum hætti eða skriflegar með ákvörðun kjörstjórnar. Sé kosning skrifleg skal kjörfundur standa minnst í fjóra sólarhringa og mest í tíu sólarhringa. Sé kosning rafræn skal hún uppfylla öryggiskröfur sem tryggja nafnleynd og rétta framkvæmd kosningarinnar.

    Kosningar um kjarasamninga skulu fara fram í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Einfaldan meirihluta greiddra atkvæða í leynilegri atkvæðagreiðslu þarf til synjunar á kjarasamningi með minnst fimmtungs þáttöku samkvæmt kjörskrá innan fjögurra vikna frá undirritun. Auð atkvæði telja til heildarfjölda atkvæða.

    Kjörstjórn og þeir sem hafa aðgang að kosningakerfinu eða aðrir óviðkomandi aðilar eiga ekki að geta aflað sér vitneskju um hvernig kjósandi greiddi atkvæði eða getað breytt atkvæði hans án þess að það sjáist í kerfinu eða vart verði við það.

    Allar kosningar mega vera rafrænar og skal kosning standa eigi skemur en fjóra sólarhringa en eigi lengur en tíu sólarhringa. Í auglýsingu félagsins um kosninguna skal koma fram hvenær sólarhrings hún hefjist og hvenær henni lýkur.

    Skilyrði til þátttöku í rafrænni kosningu eru þau að nafn kjósanda sé á kjörskrá og að hann hafi auðkennt sig með fullnægjandi hætti áður en atkvæðagreiðsla fer fram.

    Fullnægjandi auðkenning er meðal annars rafræn skilríki.

    Sé kosning skrifleg, er félagsmanni að hámarki heimilt að hafa með sér tvö umboð.

    Kosningar skulu fara fram á aðalfundi með rafrænum hætti eða skriflega eftir ákvörðun kjörstjórnar. Sé kosning skrifleg skal kjörfundur standa minnst í fjóra sólarhringa og mest í tíu sólarhringa. Sé kosning rafræn skal hún uppfylla öryggiskröfur sem tryggja nafnleynd og rétta framkvæmd kosningarinnar.

    Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga skulu fara fram í samræmi við lög um stéttarfélög og  vinnudeilur  nr.  80/1938.  Einfaldan  meirihluta  greiddra atkvæða í leynilegri atkvæðagreiðslu þarf til synjunar á kjarasamningi, enda taki minnst fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna þátt í kosningunni innan fjögurra vikna frá undirritun. Auð atkvæði teljast til heildarfjölda atkvæða.

    Allar kosningar á aðalfundi skulu vera leynilegar nema fundarmenn samþykki einróma annað.

    Heimilt er stjórnum ÍFF að efna til verkfalls í þeim tilgangi að knýja fram kröfur sínar í kjaraviðræðum og vernda rétt sinn, enda hafi verkfall verið samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða í leynilegri kosningu, sbr. skilyrði II. kafla laga nr. 80/1938. Kosningin skal vera rafræn sé því viðkomið, og gildir niðurstaða hennar þá óháð þáttöku. Sé kosningin skrifleg þá þarf þátttökuhlutfall atkvæðisbærra félagsmanna að vera a.m.k. 20% svo hún sé gild.

    Tillögur til verkfallsboðunar skulu lagðar fram í samræmi við II. kafla laga nr. 80/1938. Kosning um verkfall skal standa yfir í sjö sólarhringa hið minnsta.

    Reikningsár félagsins og sjóða þess er almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af kjörnum skoðunarmönnum reikninga félagsins og liggja frammi á skrifstofu félagsins tíu dögum fyrir aðalfund.

    Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi ÍFF enda hafi breytinganna verið getið í fundarboði.

    Til þess að lagabreyting nái fram að ganga verður hvor starfstétt fyrir sig að samþykkja breytinguna með ⅔ hluta greiddra atkvæða, með eða á móti, á lögmætum aðalfundi.

    Atkvæðagreiðsla um lagabreytingar fer fram rafrænt, nema fundurinn ákveði annað með ⅔ hluta greiddra atkvæða. Rafrænar kosningar skulu uppfylla kröfur um nafnleynd og öryggi. Skal atkvæðagreiðsla fara fram samtímis hjá báðum stéttum. Nú ákveður aðalfundur að hafa atkvæðagreiðsluna skriflega og skal þá kosning fara fram með tveimur aðskildum og vel merktum kjörkössum. Einn fyrir hvora starfsstétt. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi ÍFF enda hafi breytinganna verið getið í fundarboði.

    Til þess að lagabreyting nái fram að ganga verður hvor starfstétt fyrir sig að samþykkja breytinguna með 2/3 hluta greiddra atkvæða á lögmætum aðalfundi.

    Um breytingartillögur á lagabreytingar skal farið með þannig á aðalfundi að fundarstjóri les fyrst aðaltillöguna upp og síðan eins og hún verður með framkominni breytingu. Breytingartillögu skal bera fyrst undir atkvæði. Breytingartillögu við breytingartillögu skal ekki taka til greina. Tillögur sem teknar eru aftur má annar fundarmaður bera upp að nýju. Fellda tillögu má ekki bera upp aftur á sama fundi.

    Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi öðlast þegar gildi nema annað sé tekið fram.

    Ákvörðun um slit á félaginu verður einungis tekin á löglega boðuðum allsherjarfélagsfundi þar sem slík tillaga kemur fram í fundarboði. Til þess að slíta félaginu þarf samþykki 2⁄3 hluta félagsmanna hvorrar stéttar. Við slit á félaginu skal eignum þess ráðstafað samkvæmt ákvörðun miðstjórnar.