Um ÍFF
Sagan
Íslenska flugstéttafélagið var stofnað 29.október 2014 af 15 flugmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Íslenska flugstéttafélagið hefur vaxið ört sl. ár og eru félagar þess orðnir rúmlega 500 talsins. Í dag er Íslenska flugstéttafélagið eina stéttafélgið sem er opið þvert á flugstéttir og býður alla velkomna um borð.
Verkefni stéttarfélagsins eru m.a. að fara með samninga fyrir hönd félagsmanna, annast samskipti við önnur stéttafélög og alþjóðasamtök flugstétta, sinna öryggismálum og að tryggja þannig félagsmönnum öryggi við vinnu, vernda réttindi og hagsmuni félagsmanna í atvinnumálum, efla þekkingu félagsmanna á réttindum sínum og veita félagsmönnum aðstoð í veikindum skv. reglugerð Sjúkrasjóðs ÍFF.
Saga Íslenska flugstéttafélagsins ÍFF
Í árdaga WOW air árið 2013 voru ráðnir til starfa nokkrir flugmenn til að fljúga þá einu flugvél félagsins. Voru flugmennirnir ráðnir inn á svokallaðan hópráðningarsamning og voru þeir utan stéttarfélags. Eigandi flugfélagsins, Skúli Mogensen, vildi að allt er viðkæmi flugrekstrinum væri gert eftir bókinni og hvatti flugmennina til að ganga í stéttarfélag. Var Vignir ÖrnGuðnason fenginn til að leiða það ferli ásamt Arnai Má Magnússyni og Sveini Akerlie. Beinast lá við að þessir flugmenn myndu ganga í Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna eða FÍA, þá það eina stéttarfélag flugmanna á Íslandi. Vorið 2014 hófust samningaviðræður milli þessara þriggja fulltrúa og forsvarsmanna FÍA. FÍA fékk í hendur hópráðningarsamninginn til yfirlestrar. Var lítið að frétta af viðbrögðum FÍA það sumarið. Þegar langt var liðið á sumarið kom í ljós að FÍA gat ekki boðið þessum flugmönnum inngöngu í stéttarfélagið m.a. vegna kjara hópráðningarsamningsins sem og að erlent flugfélag með erlendum áhöfum starfaði fyrir WOW air á þessum upphafsárum. FÍA var hrætt um fordæmið sem aðild WOW flugmannanna gæti hafa haft á aðra flugmenn innan sinna vébanda. Var þessum flugmönnum WOW air því boðin aukaaðild sem þýddi lítil sem engin réttindi en FÍA myndi fá fullt umboð til að sýsla með málefni flugmannanna þ.á.m. samningsumboðið.
Bar Vignir Örn upp þessar niðurstöður viðrænanna á félagafundi skömmu síðar. Hann gerði mönnum grein fyrir því að eingöngu væru þrír kostir í stöðunni:
1. Óbreytt ástand, hópráðningarsamningur og standa utan stéttarfélags,
2. Fara að kröfum FÍA og ganga í félagið sem aukaaðilar.
3. Stofna eigið stéttarfélag. Þriðji valkosturinn var valinn með 100% atkvæða.
Þremenningarnir hófu strax vinnu við stofnun nýs stéttarfélags. Var ákveðið að félagið skyldi heita Íslenska flugmannafélagið. Stofnuð var kennitala hjá fyrirtækjaskrá, ráðinn lögmaður og aðili til að hanna einkennismerki félagsins. Tók þessi vinna u.þ.b. viku og miðvikudaginn 29. október 2014 var haldinn stofnfundur á skrifstofu Guðna Á. Haraldssonar hrl. lögmanns ÍFF. ÍFF var stofnað með pompi og prakt og merki þess kynnt til sögunnar. Var Vignir Örn kosinn formaður, Arnar Már varaformaður og Sveinn meðstjórnandi. Voru stofnmeðlimir 15 talsins. Lög félagsins voru samþykkt og samninganefnd falið að hefja samningaviðræður við WOW air um gerð kjarasamnings.
Hófust strax daginn eftir stofnfundinn viðræður við WOW air um gerð nýs kjarasamnings með árs gildistíma og var hann undirritaður og samþykktur athugasemdalaust. Ekki gengu alltaf samningaviðræðurnar við WOW air svona vel en náðist þó alltaf að skrifa undir. Samninganefndir ÍFF skrifuðu í það heila undir ferna kjarasamninga meðan WOW air var og hét.
Á næstu árum fjölgaði félagsmönnum jafnt og þétt með stækkun eina viðsemjandans WOW air. Voru þeir flestir rúmlega 200 við gjaldþrot WOW air 28. mars. 2014. Þessi öra stækkun kallaði á frekari umsvif og var Guðrún Birna Brynjarsdóttir ráðin sem skrifstofustjóri til að annast daglegan rekstur. Sömuleiðis var tekin á leigu skrifstofa í Ármúla, svo á Tryggvagötu og loks á Grandagarði.
Samstarfsnefndarfundir voru iðulega haldnir með forsvarsmönnum WOW air fyrsta miðvikudag í hvers mánuðar. Samstafsnefndirnar skipuðu þeir félagsmenn sem voru í stjórn hverju sinni. Reglulega voru haldnir félagsfundir og á hverju ári aðalfuldir til samræmis við lög ÍFF. Reglulega voru haldin hin annáluðu jólahlaðborð ÍFF sem voru alla jafnan vegleg og vel sótt. Fréttabréfi ÍFF var haldið úti í einhvern tíma.
ÍFF hefur verið með aðskildan sjúkrasjóð nánast frá upphafi og nefnist hann SÍFF. Með auknum umsvifum WOW air og ÍFF var nefndum og ráðum fjölgað s.s. öryggisnefnd, alþjóðanefnd, hótelnefnd og orlofshúsanefnd. Voru og hafa félagsmenn alltaf verið virkir í þátttöku.
Öryggisnefndin ÖÍFF var afar virk um tíma í málum er varðar flugöryggi s.s. plássleysi á varaflugvöllum á Íslandi sem og slægum aðbúnaði í KEF. T.a.m. átti nefndin reglulega fundi með öryggisnefnd FÍA og aðilum Samgöngustofu.
Orlofshúsanefndin fékk nafnið Klósigaborgir og var með háleit markmið. Eftir mikla undirbúningsvinnu voru fest kaup á teikningu og sumarhúsalóð í Grímsnesi. Aldrei kom þó til þess að húsið yrði smíðað því byggingaleyfið fékkst daginn eftir fall WOW air. Voru bæði teikningar og lóð seldar á kostnaðarverði.
Alþjóðanefnd ÍFF sótti um á sínum tíma um aðild í evrópska flugmannafélagið ECA en var hafnað inngöngu sökum áhrifa FÍA. Þess í stað var sótt um og samþykkt innganga í farmannasamböndin alþjóðlegu, evrópsku og norrænu eða ITF, ETF og NTF. Þar sem ÍFF lá í dvala eftir fall WOW air og starfsemi þá í lágmarki dróg það sig út úr öllum alþjóðasamskipum. Þegar PLAY komst á laggirnar var aftur sótt um aðild að NTF en beitti FFÍ sig fyrir því að það gengi ekki eftir.

Hótelnefndin hefur alla tíð verið virk í samvinnu við viðsemjendur ÍFF hverju sinni. T.a.m. þegar finna þarf nýjan gististað erlendis á nýjum áfangastað eða vegna þjálfunar. Þurfa aðilar nefndarinnar og viðsemjenda að taka staðinn út og stundum gista til að hann teljist boðlegur.
Eins og alkunna er óskaði WOW air eftir gjaldþrotaskiptum 28. mars 2019 og markaði það framtíð ÍFF. Var í fyrstu öllum árum róað til að tryggja kröfur félagsmanna í þrotabúið í samvinnu við Björgvin Þórðarson núverandi lögmann félagsins. Hafði ÍFF milligöngu um að koma félagsmönnum á atvinnuleysisbætur og í atvinnuleit erlendis. Fyrstu dagana eftir gjaldþrotið voru strönduðum áhöfnum erlendis hjálpað að komast aftur heim með öllum ráðum. Var skrifstofu félagsins breitt í einskonar félagsmiðstöð þar sem meðlimir og þeir sem voru í forsvari f. flugrekstur WOW air gátu hist og fundað.
Flugmenn fóru fljótt að tínast til vinnu og verkefna erlendis en starfsemi ÍFF hélt áfram m.a. vegna vinnu við kröfur í þrotabúið. Guðrún og þeir stjórnarmenn sem voru á landinu hverju sinni stóðu vaktina.
Strax eftir gjaldþrot WOW air var hafin vinna við stofnun nýs flugfélags. Var sú vinna að mestu leyti leidd af Arnari Má fyrrum flugrekstrarstjóra og framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air sem og fyrrum varaformanni ÍFF. Fengu forsvarsmenn ÍFF veður af því og var blásið til aðalfundar síðla sumars 2019. Lagði þar stjórnin til að lögum félagsins yrði breitt og félagið opnað fyrir öðrum “F” stéttum s.s. flugfreyjum, flugvirkjum og flugumsjónarmönnum. Var hugsunin sú að tryggja það að hið nýja flugfélag sæi hag sinn í að semja við ÍFF um alla flugstarfsmenn. Voru þessar lagabreytingar samþykktar með yfir 90 prósentum atkvæða. Einnig var stjórn endurkosinn og henni falið umboð til viðræðna við forsvarsmenn WAB (We Are Back) sem síðar fékk nafnið PLAY. Nafni ÍFF var á sama tíma breitt í Íslenska flugstéttafélagið.
Í september sama ár var stjórn ÍFF kölluð til fundar við forsvarsmenn PLAY. Var þar ákveðið að hið nýja flugfélag væri tilbúið til að semja við ÍFF um nýja kjarasamninga til handa flugmönnum og flugfreyjum.
Voru þau Stefán og Þórdís sem voru í síðustu samninganefnd FFÍ við WOW air fengin til að leyða viðræður fyrir hönd flugfreyja ÍFF og starfandi stjórn ÍFF Vignir Örn, Friðrik Már og Margeir fyrir hönd flugmanna. Tókust samningar beggja hópa fljótlega eftir snarpar viðræður.
Ljóst var að PLAY myndi ekki fara í loftið alveg strax því það geysaði Covid plága um gjörvallan heim. Eihverjir lykilflugmenn og ein freyja störfuðu þó hjá PLAY á Covidtímanum við undirbúning flugrekstursins.
Vorið 2021 þurfti PLAY að afla frekari tekna til að komast á flug ef svo má að orði komast. Voru fengnir fjárfestar inn í félagið og vildu þeir m.a. fá að sjá fyrirsjáanleika í rekstrinum. Var kjarasamningur við flugmenn og -freyjur því lengdur til 2025 með vísitöluhækkunum launa en annars litlum breytingum. Voru þessar breytingar samþykktar af þeim félagsmönnum sem voru þá við störf hjá PLAY.
PLAY fór loks í loftið í júni 2021 og hefur starfssemi Íslenska flugstéttafélagsins vaxið jafnt og þétt samhliða vexti PLAY.
Vissulega hafa verið vaxtarverkir og núningar milli stéttarfélagsins og PLAY sem og við önnur hagsmunasamtök og fjölmiðla en reksturinn stendur á sterkum grunni. ÍFF hefur alltaf gætt þess að standa vörð um félagsmenn sína og þá kjarasamninga sem eru í gildi hverju sinni. Samvinna milli ÍFF og viðsemjenda hverju sinni hefur samt ávallt verið leiðarljós í starfseminni og verður það vonandi um ókomna tíð.
Merki félagsins er hannað af Ólafi Frey Númasyni hjá Geimstofunni á Akureyri. F‘in tvö eiga að tákna vængi og Í‘ið í miðjunni bindið sem flugmenn ganga alla jafna með.