Beint í efni

Helstu styrkir

Íslenska flugstéttafélagið veitir styrki til félagsmanna sinna.

Markmið sjóðsins er að veita sjóðsfélögum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum. Þar undir fellur kostnaður við endurhæfingu félagsmanna vegna slysa og sjúkdóma. Ennfremur að veita fjárhagsaðstoð vegna viðhalds starfsréttinda/skírteinis.

Sótt er um styrki á „Mínum síðum (sem er í vinnslu)

Síðasta virka dag mánaðar er greitt úr sjóðnum, svo öll gögn þurfa að hafa borist sjóðnum fyrir 20. dag hvers mánaðar.

Félagar sem eru frá vinnu vegna veikinda, eru hvattir til að kynna sér rétt sinn til sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. 

Eftir að greidd hafa verið iðgjöld í sex mánuði öðlast menn rétt til styrkveitinga úr sjóðnum eftir að greiðslum frá vinnuveitanda lýkur.

Allir greiddir styrkir úr sjúkrasjóði eru skattskyldir og er því staðgreiðslu skatta haldið eftir hjá félaginu af öllum útgreiddum styrkjum.