Stefna ÍFF
Stefna ÍFF
Stefna Íslenska flustettafélagsins ÍFF má orða á eftirfarandi hátt:
ÍFF skal vinna að því að bæta kjör, hag og líðan félagsmanna í starfi, tryggja að kjarasamningar séu uppfylltir og standa vörð um núverandi kjör. Jafnframt skal félagið vinna að því að styrkja stöðu sína og bæta starfsemina.
Að öðru leyti er vísað til laga félagsins:
Skv. 2. gr. laga ÍFF um tilgang félagsins:
Tilgangur félagsins er að:
A. Fara með samninga og samningsumboð fyrir hönd félagsmanna gagnvart launagreiðendum og öðrum.
B. Annast samskipti við önnur flugstéttafélög og alþjóðasamtök flugstétta.
C. Vinna að öryggismálum flugsins og að tryggja félagsmönnum öryggi við vinnu.
D. Vernda réttindi og og vinna að bættum kjörum félagsmanna, sem og að gæta hagsmuna þeirra í kjara- og réttindamálum.
E. Upplýsa félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur.
F. Veita félagsmönnum aðstoð í veikindum skv. reglugerð Sjúkrasjóðs ÍFF.
G. Koma fram fyrir hönd félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum, að því er varðar hagsmuni þeirra.
